Vatnaskógarferðin

Undanfarið hefur verið margt að gerast hjá Jörfafrúnni. Aðalmálið er sennilega að sonur minn hann Agnar Ási er farinn í sumarbúðir í Vatnaskóg. Þetta er stórt stökk fyrir hann því þetta er í fyrsta sinn sem hann er í heila viku án fjölskyldunnar. Hmm nokkuð öruggt er hann að skemmtir sér konunglega en móðurhjartað platar sjálfan sig með því að sennilega sé drengurinn að gráta úr sér augun. Hægt er svo að sjá myndir af dvölinni inn á www.kfum.is   En áður en Agnar fór þurfti auðvitað að pakka niður og svona. Fengum við sent forláta bréf frá staðarhöldurum í Vatnaskógi hvað þyrfti að hafa með og hvað væri ónauðsynlegt og jafnvel með öllu óleyfilegt. Ég renndi yfir þetta bréf á sínum tíma og setti það svo á góðan stað. En hvernig fer alltaf fyrir þeim hlutum sem settir eru á góðu staðina. Jú þeir týnast eða maður man alls ekki hvar þessi góði staður er. Þannig fór það líka með þetta Vatnaskógarbréf. Daginn áður en halda skildi í búðirnar fannst ekki bréfið. Svo þá reyndi á minni Jörfafrúarinnar.  Og þeir sem til þekkja vita hversu slæmt það getur verið. Frúin man til dæmis oft ekki hvar hún leggur bílnum sínum og þannig fleira í þeim dúr. Jæja hvað um það. Ég fór sem sagt að hugsa og það hreinlega rauk úr minnisstöðvum heilans. Mundi óljóst eftir hinu og þessu og skellti ýmsu ofaní nýkeypta ferðatöskuna. Svo vildi þannig til að flest föt sem Agnar Ási á eru orðin svona drusluföt. Er nefnilega að láta hann draslast í fötunum en svo fær hann auðvitað nýjan fatnað fyrir skólann í haust. En þetta þýddi kaupstaðarferðir hingað og þangað. Ég bý sem sagt mitt á milli Blönduóss og Hvammstanga. Svipað langt að keyra svo sem. En eins og bensín og olía er orðin dýr í dag þá var þetta rándýr kaupstaðarferð og bara til þess eins að uppgötva að það fengjust hvorki skór né föt á drenginn. Jörfafrúin var heldur brúnaþung þann daginn. Dagurinn ónýtur til annarra verka svo sem ráp á netinu. Jæja lét þetta ekki stöðva mig. Ákvað að stoppa bara í Borganesi daginn eftir og versla á strákinn þar. Rann nú upp brotfaradagur og allt tilbúið. Við brunuðum að stað með stoppi á Norðurbraut að sækja Ásbjörn vin Agnars en þeir ætluðu saman í búðirnar. Keyrt var í Borgarnes án áfalla. Þegar þangað kom var ekkert til á Agnar í Samkaup. Þetta fannst mér bara svo sem allt í lagi og rauk í Hagkaup. En þar komst ég að því að búðin sú opnaði ekki fyrr en c.a. einum og hálfum tíma síðar. Grumli grumli og skamm á þá annars ágætu verslun. Þetta varð til þess að ég fór í sportvöruverslunina og keypti tvennar rándýrar íþróttabuxur á strákinn. Spurði afgreiðslukonuna hversu lengi ég væri að keyra í Vatnaskóg. Hún fullyrti án minnsta vafa að það væri alla vega 40 – 45 mínútur. Eitthvað fannst mér það mikið og varð pínu stressuð. Hafði nefnilega fundist það ekki vera nema um 30 mínútur frá Borganesi. Dreif því mannskapinn útí bíl og brunuðum við sem leið lá að Vatnaskógi. Ferðin sú tók engar 40 mínútur og ók ég löglega langleiðina. Og bara svo þið vitið það þá tekur það engar 40 mínútur frá Borganesi að Vatnaskógi heldur um 25 – 30 mínútur. Á leiðinni var margt spjallað og spurði Ásbjörn Agnar hvort hann hefði örugglega ekki tekið Nýja Testamentið með. Því hafði ég alveg steingleymt (bölvaði í hljóði). Hvernig gat ég annars gleymt því, þetta eru jú kristilegar búðir en svona er ég eitthvað gleymin, t.d. gleymdust inníþróttaskórnir hans Agnars eftir heima fyrir þessa ferð. Þegar við komum að réttum stað sá ég svo ekkert nógu merkilegt skilti og keyrði því fram hjá afleggjaranum. Sá reyndar tvö lítil skilti og las ekkert á þau. Ekki nógu stór og áberandi, ekkert svona neon blikk eitthvað.  Brunaði að Ferstiklu, fór þangað inn og fékk mikilvægar upplýsingar. Ég hafði sem sagt keyrt fram hjá afleggjaranum sem litlu skiltin stóðu við. Jæja við keyrðum til baka og inn á réttan afleggjara. Keyrðum svo að Vatnaskógi og er þetta mjög fallegur staður. Strákarnir voru nokkuð stressaðir og með pínu hnút í maganum. Ég sagði Agnari að ég ætlaði að skutlast svo inn í Borganes og versla á hann í Hagkaup og koma svo aftur strax með góssið. En ég fór ekki fyrr en allir voru komnir og hóparnir sestir niður. Lét þó forstöðumanninn vita af þessu með skutlferðina. Keyrði svo inn í Borganes að versla, hitti þar æskuvinkonu mína en hún vinnur einmitt í skódeildinni. Svona getur þetta oft verið skondið hvar fólk hittist. En auðvitað dróst það að ég færi til baka, auðvitað spjölluðum við vinkonurnar yfir skórekkunum. Eftir að allt þetta verslunardæmi keyrði ég svo í loftinu með góssið í búðirnar. Auðvitað tveimur tímum of seint til að það flokkist sem skutl. Eftir allt þetta fórum við mæðgurnar aðeins  í dúllugírinn í Borganesi. Snúllan mín fékk langþráð göt í eyrun og við fengum okkur eitthvað að snæða. Þurfti reyndar að rúnta um til að finna rétta húsið en það gekk allt upp. Drifum okkur svo heim. Þegar heim var komið átti ég að mæta í vinnustaðakvöldmat klukkutíma síðar en bensínið á mótornum hjá mér var algjörlega búið svo ég skrópaði. Skellti mér frekar í náttbuxur og þægilegan bol og slakaði á. Komst svo að því daginn eftir að maturinn var guðdómlegur og því hafi ég misst af miklu. Jæja jæja það verður bara að hafa það þangað til næst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

þekki þetta með vísu staðina hehehehe, skrýtið hvernig þeir hverfa

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.7.2008 kl. 10:16

2 identicon

Haha ég þekki líka þetta með vísu staðina. 

Manstu þegar við fórum tvær kokhraustar í sumarbúðir á Reykjaskóla? Oh mér hlakkaði svo til að fara en svo langaði mig bara að fara heim.  Bjarna langaði svo að fara í ævintýrabúðirnar á Reykjum þegar hann var lítill en sjitt ég gat ekki sleppt af honum takinu.

Þú og Agnar eruð hetjur hehe:-)

P.s var að koma að norðan, og þegar ég fer næst þá kíki ég til þín:-)

DísA (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 21:14

3 Smámynd: Stella Jórunn A Levy

Hey þetta voru sumarbúðir aldarinnar. Ég man t.d. að það kom frægur maður úr landsliðinu í handbolta. Man reyndar ekki alveg hvað hann heitir, Þorbjörn eitthvað son. Þetta var um það leiti sem gullöld íslenska handboltans var að rísa og hann svaka frægur.

Stella Jórunn A Levy, 9.7.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stellan

Höfundur

Stella Jórunn A Levy
Stella Jórunn A Levy
Stellan er forvitin og hefur áhuga á flestu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ..._005_580441
  • ..._folder_011
  • ..._folder_015
  • ..._folder_009
  • Jenný Dögg táknaði Eldinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 1227

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband