Árleg folaldamörkun

Já nú er búinn hinn árlegi mörkunardagur folalda. Vá hvað þetta er hátíðlegt allt saman. En veðrið var betra en spáð var. Engin rigning en hvasst.  Auðvitað er þetta hluti af stærri pakka. Því nú veit maður hvað til er af efnilegum skepnum á stórbúinu. Einnig kemur oft eitthvað fólk til aðstoðunnar mismikið þó eftir árum. Í ár stormuðu að Jörfa Eiríkur og Hrönn, Siggi nokkur ávallt nefndur við Gröf, Axel Guðni ekki kenndur við neitt og alls ekki neitt kenndur! Auðvitað kom svo Svenni frá Hrísum ásamt dóttur sinni til að marka. Athuga ber að Svenni er löngu fluttur frá Hrísum og sú jörð orðin að sumarbústaðarlandi. Einhvern veginn verða bæjarnöfnin föst við suma.  Jæja nóg um það. Hvað var gert. Fyrst var skeiðað á tveimur jafnfljótum upp í hlíð að smala. Reyndar sumir á bílum en aðrir fótgangandi. Öllum merum ásamt folöldum stefnt niður í rétt og gekk sá rekstur ljómandi vel þakka ykkur fyrir. Þegar það allt var afstaðið var farið að flokka og skoða og ég veit ekki hvað. Valur Freyr kom smá stund til að skoða sín hross og taka frá. Eftir það var meira flokkað og svo þær merar sem voru ekki með kríli reknar aftur upp í hlíð. Jæja svo var skellt sér í kaffi og ég dreif mig í að finna afganga frá jólasmákökum. Enginn fann þráabragðið því það voru allir svo svangir. Ansi gott að losna við gamlar smákökur á þennan hátt. Nú nú svo var farið í að marka og gekk það bærilega. Vorum við hjónin búin að ákveða að leyfa elsta syninum Picture 265að velja sér folald en drengurinn er svo óframfærinn að hann fann ekkert sem honum leist á. Varð hann drullufúll og hverjum var kennt um það að ekki fyndist folald til eignar???' Jú mér. Drengurinn taldi móður sína ekki eiga nógu flotta liti. Suss bara. En við sjáum til í haust. Er búin að setja myndir frá þessum atburðum í myndaalbúm. Já svo í kvöld er ég að fara á heimakynningu hjá henni elsku Ölmu minni og hlakka ég mikið til að gúffa í mig veitingum og þukla á sængurfötum og handklæðum og veggteppum og ég veit ekki hverju. Þangað til næst = tútílítú =


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stellan

Höfundur

Stella Jórunn A Levy
Stella Jórunn A Levy
Stellan er forvitin og hefur áhuga á flestu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ..._005_580441
  • ..._folder_011
  • ..._folder_015
  • ..._folder_009
  • Jenný Dögg táknaði Eldinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 1227

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband