Æðisleg sýning og pirringur um leið

Við vinkonurnar fórum til Reykjarvíkur síðasta laugardagskvöld. Ferðinni var heitið á Mamma Mia, Sing Along. Þetta var hreinlega skemmtilegasta bíóferð sem ég hef upplifað hingað til. Allir stóðu upp og sungu með já og dilluðu sér í takt við yndislega Abbatónlistina. Mæli sko með þessari sýningu. Er ég búin að ákveð að fara með krakkana mína á þessa sýningu því þetta er svo sannarlega fyrir fjölskyldu og vini. En við vinkonurnar fórum líka út að borða og það áður en sýningin byrjaði. Fórum á lítinn veitingastað á Laugarvegi sem ég man ekki hvað heitir og lýsi hér með eftir nafninu sem er týnt úr huga mér. En maturinn þar er mjög góður og ódýr. Virkilega smart staður og flottur. Pínu bara eins og að vera í útlöndum eitthvað, ha. Maður þarf að tala meira að segja ensku við þjónana og það pirraði mig mjög mikið. Ég tek það fram að stórfjölskyldan mín er mjög alþjóðleg og makar bræðra minna eru frá fleiri löndum en Íslandi. Ég elska það og er virkilega hrifin af ólíkum menningum. Ólst upp við fjölmenningu og mikið að erlendu fólki var oft á mínu æskuheimili sem víkkar sjóndeildarhringinn er bara gott fyrir mann. Og svo dæmi sé tekið þá hlusta ég mikið á svona alþjóðlega tónlist t.d. eins og frá Suður Ameríku á eða Frakklandi. En þegar maður fer út að borða á Íslandi þá finnst mér að þjónarnir ættu allavega að REYNA að byrja á því að tala íslensku þó svo að skipt verði yfir í ensku eftir smá stund.  Ég veit ekki með aðra en mér finnst að við Íslendingar vera of fljótir að byrja bara að tala ensku eins og íslenskan okkar sé annars flokks. Það pirrar mig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér, það er einhvern veginn litið þannig á að útlendingar eigi ekki að þurfa að læra íslensku því hún sé svo erfið en það er bara algerlega rangur hugsunarháttur. Hér fara allir í norskuáfanga sem hafa hug á að vera um einhvern tíma og ég hef aldrei lent í fólki í búðum eða á veitingastöðum sem talar ekki norsku, og norska er nú örugglega ekkert mikið auðveldari fyrir fólk að læra en íslenska.

Sigga í Noregi (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 14:22

2 identicon

Sammála, sammála .... Allir í íslenskunám og ekkert rugl

alma (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 18:29

3 identicon

Staðurinn heitir Santa María.... held ég... hehe, en þetta með íslenskuna, ég er sammála því að fólk eigi að læra íslensku sem hingað kemur, sérstaklega fólk sem kemur hingað með það í huga að VINNA hérna og búa. Í sambandi við norskuna.....það er frekar auðvelt mál fyrir okkur og alls ekki erfitt fyrir t.d. mig að læra hana. Þegar ég bjó í noregi hérna í denn þá man ég einmitt eftir því að allir töluðu norsku, nema þá kannski helst þeir sem voru nýlega komnir en voru þó að reyna. Ég held líka að mörgum íslendingum finnist einfaldlega töff að tala ensku og byrja bara strax að tala ensku við útlendinginn sem er kannski að reyna að læra íslensku....en fær ekki tækifæri þar sem við nennum ekki að hafa fyrir þessu og tölum bara ensku við þá!!!!

Brynja (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 16:42

4 Smámynd: Stella Jórunn A Levy

Nákvæmlega Brynja nákvæmlega!

Stella Jórunn A Levy, 1.10.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stellan

Höfundur

Stella Jórunn A Levy
Stella Jórunn A Levy
Stellan er forvitin og hefur áhuga á flestu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ..._005_580441
  • ..._folder_011
  • ..._folder_015
  • ..._folder_009
  • Jenný Dögg táknaði Eldinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband