Herramaðurinn dularfulli.

Enn leynast herramenn konur! Já ég er sko búin að sannreyna það að það eru til svona herramenn af gamla skólanum. Saga dagsins hljóðar svo. Ég þurfti að bruna út á Vatnsnes á æskustöðvarnar. Ég var að mér fannst bara ekkert fín enda stóð það alls ekki til heldur. Klæðnaður sem var til sýnis saman stóð af lopapeysu, pilsi, ullarsokkum og forláta innfluttum Crocks klossum og ekkert í svona litasetteringu. Hárið að hætti Stellu og ómálað andlit með tilheyrandi stress og þreytumerkjum. Það gustaði af frúnni enda var hún að flýta sér því verkefni dagsins voru minnst 1001 og öll óleyst. Alla vega tilgangur ferðar þessar var að sækja sement í stærðar fötu. Fór ég af stað með ekkert nema leiðbeiningar um hvar finna skildi þetta blessaða sement jú og fötuna góðu. Ég ók í fússi út Vatnsnesið og þegar ég kom að bæjarhliðinu á fallegu æskustöðvunum sá ég hvar herramaðurinn af gamla skólanum beið mín. Ja hann beið mín kannski ekki alveg tilbúinn við hliðið en ég kallaði bara hátt og ákveðið á hann að koma sér niður að hliði og opna fyrir bestustu litlu frænku í öllum heiminum. Hemmm ég held að hann hafi orðið pínu skelkaður vegna bræðitóns í rödd bestustu litlu frænkunnar og að sjá hárlufsur Jörfafrúarinnar út um gluggann. En herramaðurinn kom gangandi sæll og glaður og opnaði fyrir mér hliðið, settist inn í bíl hjá mér og við spjölluðum saman á leið að sementgeymslustaðnum leynilega. Hann hreinlega krafðist þess herramannslega að fá að aðstoða mig með fötuna og sementið. Hann sagði að ég væri alltof fín fyrir svona vinnu. Þegar ég rétti honum svo litla sandfötu til að moka upp úr pokanum og ofan í stóra gímaldsfötuna þá brosti hann herramannslega og sagði að ílátið væri einstaklega vel valið hjá mér. Ég ákvað að þetta væri hrós en ekki neitt annað. Nú til að halda herramanninum við efnið lét ég hann svo bera þungu stóru fötuna í skottið á bílnum mínum. Ekki nóg með það. Hann kom með mér að hliðinu og lokaði því svo á eftir mér þegar ég fór og allt þetta gerði hann með bros á vör, þó ekki svona aulaglotti heldur alvöru herramannabrosi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hver er dularfulli herramaðurinn?????

Sæa (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 14:58

2 Smámynd: Stella Jórunn A Levy

Ég skal gefa þér vísbendingar. Hann býr út á Vatnsnesi, er nágranni foreldra minna og er karlkyns ættingi minn. Hmmm það ætti að þrengja herramannahringinn aðeins. Ekki satt.

Stella Jórunn A Levy, 2.10.2008 kl. 18:09

3 identicon

ahhhh sá herramaður.....

Sæa (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stellan

Höfundur

Stella Jórunn A Levy
Stella Jórunn A Levy
Stellan er forvitin og hefur áhuga á flestu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ..._005_580441
  • ..._folder_011
  • ..._folder_015
  • ..._folder_009
  • Jenný Dögg táknaði Eldinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband