Hugmyndaflæði

Langar að segja ykkur frá hugmyndaflæði okkar Ölmu. Við erum oft að hugsa upp eitthvað brilljant. Nýjasta dæmið eru gjafasteinar. Það eru sem sagt steinar sem við týnum sjálfar og seljum svo t.d. á e-bay. Bara svona til að athuga hvort svona handtýndir steinar frá Íslandi virki á útlendinga. En því miður þegar við vorum alveg við að ýta á takkann sem sagði að tilraunaverslunarsíðan okkar væru stofnuð þá kom upp staðreyndarmelding um að við yrðum að borga fyrir bullið okkar. Við sem vorum búnar að gera svo fína tilraunasíðu með myndum og háfleygum lýsingum um hvernig þessi gjafasteinn hafi verið handtíndur við Íslenska strönd og algjörlega stútfullur af orku og hamingju. Meira segja var búið að líma á steininn fágæta og vatnslitaða mynd eftir meistara Ölmu. Á meðan þessum lýsingum stóð hlógum við mikið og hættum varla að hlægja fyrr en e-bay heimtaði borgun fyrir ómakið. Usss svo við hættum við söluna en mikið langar mann nú til að borga þetta lítilræði, sem mér reiknast til að sé um 400 krónur íslenskar, bara til að sjá hvort einhverjir muni nú borga fyrir gjafastein frá Íslandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elskan mín, ég hef séð ugluskít til sölu, einnig brjóstamjólk. Ég er viss um að hamingjusteinarnir muni seljast eins og heitar lummur.

Sæa (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stellan

Höfundur

Stella Jórunn A Levy
Stella Jórunn A Levy
Stellan er forvitin og hefur áhuga á flestu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ..._005_580441
  • ..._folder_011
  • ..._folder_015
  • ..._folder_009
  • Jenný Dögg táknaði Eldinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband