Dagbókarfærsla kafteinsins.

Jæja gott fólk. Þá er runnið upp skeið bloggsins. Þar sem ég nenni ekki að fara að læra eða skutlast til Hvammstanga í annars bráðnauðsynlegum erindum þá ákvað ég bara að blogga. Margt hefur nú bara gerst í sumar og skal nú upptalið það helsta. Læt það ógert að minnast á hluti eins og að ég náði að taka til og henda húsdraugnum út, endurhanna hjónaherbergið og að drepa húsflugur með afar öflugum rafmagnsspaða. Því jú ég er að reyna að halda í friðelskandilúkkið sem hefur tekið mig nokkurn tíma að vinna í. Nóg af bullinu á samt eftir að koma í vetur. En hvað hefur á daga Jörfafrúarinnar drifið. Jú frúin vann á við aðhlynningu á sjúkrahúsinu í sumar og líkaði vel. Já mér fannst starfið gefandi og oft á tímum skemmtilegt. Auðvitað var vibbi inn á milli en það er bara áskorun fyrir konu sem ólgar yfir mannlegum mistökum. Bunki þar í reynslubankann sjáiði til. Svo var haldið á allavegana mót, fótboltamót, ættarmót og ég veit bara ekki hvað. T.d. á ættarmótinu var ekkispáð rigningu en hvað gerðist. Jú það rigndi og við í tjöldum. Krakkarnir ekki með stigvél og regnstakk. Ég tala nú ekki um hárið sem var aldrei til friðs og því til lítils að gellast eitthvað. En fyrir utan rigningu og vosbúð skemmtu allir sér dæmalaust vel. Komumst að því að dóttirin á tvífara í ættinni sem hvað eftir annað var ruglast á. Svo kom að því að sólhúsið var reist, mörgum vininum til hopps og hí. Það kom sem sagt maður til að setja það upp og hann var hreinlega enga stund við þetta aleinn maðurinn. En það er heilmikið verk eftir inni sem verður reynt að klára fyrir haustið 2009. Hlakka mikið til að fara að hreiðra um mig í heitum potti á köldum vetrarkvöldum og með snarkandi eld í kamínunni góðu. Ekki spillir þá að hafa bjór í annarri og m....... í hinni.  En svo gerðist það 4. ágúst að eiginmaðurinn fótbraut sig. Sennilega með vilja gert til að fá loksins 6 -8 vikna sumarfrí. Svo búin að sjá í gegnum þetta hjá honum. Hann fótbrotnaði við það að eltast við kú í fjósinu á fjósatíma. Hvers vegna gæti einhver spurt sig var hann að eltast við kúna í stað þess að mjólka. Ja málið er að hún slapp í gegn og hann var að reka hana til baka. Stóð meira í annan fótinn og kúin sletti til einni af sínum fráu fótum og beint í húsbóndann. Ja svona getur farið þegar slett er úr klaufunum krakkar mínir! Þetta varð til þess að ferðir til Akureyrar hafa aldrei verið tíðari. Svo fór hann í margar tegundir af gifsum og stígvélum. Eða eins og sonur minn kallar stígvélið, Star wars skórinn.  Svo var nú eitthvað meira brallað. Stóðið var rekið á heiðina einn góðan dag í fylgd fullorðinna og barna. Við Sæa og Sigga tókum okkar tíma í þetta og stoppuðum oft. T.d. stoppuðum við á sveitakrá og svo á næsta bæ og á næsta bæ. Þetta varð auðvitað til þess að við urðum langsíðastar. Auðvitað var Bakkus með í för og ég drakk heldur of mikið. Sem gerist reyndar alls ekki oft. Reyni yfirleitt að passa mig. Nema hvað ég varð víst ofurölvi einni ungri konu til mikillar skemmtunnar. Tek það fram að hún er ekki í okkar vinahóp og þekkjum við hana bara ekkert. Ekki var það nú nóg fyrir hana að hlakka yfir minni ölvun heldur varð hún að skemmta sér yfir annarra kvenna ölvun líka. Hmmmm skyldi þessi ákveðna unga kona aldrei hafa drukkið meira en einn bjór, alltaf passað sig og aldrei drukkið of mikið. Veit það ekki og langar ekkert til að vita það. Ýmislegt fleira smálegt var nú líka brallað eins og að hjálpa ekki Brynju að flytja af því að Það var allt búið þegar ég kom á staðinn. Að maður tali um stórverslunarferðina suður fyrir skólabyrjun. Það fuku margir 100 þúsund kallar í þeirri ferð og var veskið ótrúlega þunnt eftir þá ferð.  Nú hef ég tínt til svona það helsta en sleppi smámunum eins og aðhalds- og megrunarfréttum frúarinnar. Reyndar langar mig til að minnast á það þegar ég var að vinna 1. verkefnið í íþr. 113 í fjarnáminu. Átti að fylla út heilsufarsskýrslu í bland við áhuga á íþróttum. Þeir sem þekkja mig vel vita að ég er af stofni sófadýra með ofnæmi fyrir ofmiklu sprikli. En vegna sjúkraliðanámsins verð ég að taka einhvern áfanga í íþróttum, jæja þetta er útúrdúr frá efninu. Alla vega þá held ég að kennarinn hafi hlegið við lesturinn því svörin vor á þessa leið frá mér: lágmarks þol, styrkur og liðleiki. Bara slæmska í liðamótum. Ég skemmti mér allavegana ágætlega yfir þessu verkefni. 

Jæja nóg af rausi í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loksins kom blogg! Vá hvað ég er líka farin að hlakka til að hlamma mér ofan í pottinn hjá þér! Verð sko fastagestur! En já við verðum víst að sætta okkur við að vera svona ófullkomnar að drekka stundum of mikið... enda er miklu skemmtilegra að vera ófullkominn :)

Bestu kveðjur frá Noregi

Sigga

Sigga Víðidalstungu (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 11:43

2 identicon

djöfull var gaman í uppreiðinni.....

Sæa (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stellan

Höfundur

Stella Jórunn A Levy
Stella Jórunn A Levy
Stellan er forvitin og hefur áhuga á flestu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ..._005_580441
  • ..._folder_011
  • ..._folder_015
  • ..._folder_009
  • Jenný Dögg táknaði Eldinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband