Smábæjarleikar

Núna um síðustu helgi voru smábæjarleikar haldnir á Blönduósi. Kormákur sendi slatta af fótboltaliðum. Reyndar keppa liðin frá Hólmavík og Hvammstanga saman undir merkjum Kormáks/Geisla. Ánægjulegt að sjá hve margir krakkar voru að keppa. Leikirnir fór svona og svona. Ekki voru allir leikmenn ánægðir með úrslit en við því er lítið að gera. Yngstu krökkunum gekk mjög vel en svo voru leikirnir hjá eldri krökkunum eitthvað öðru vísi. Birgitta Maggý fór fyrir Kormák og stóð hún sig bara vel. Hún hlýtur að hafa sofið út í dag. Þetta er í annað sinn sem ég fer með strákinn minn á mót. Fórum í fyrra á Króksmótið. Það var skemmtilegt mót. Því miður komumst við ekki á það í ár vegna ættarmóts sömu helgi. Ég er alltaf að sjá það betur hvað maður þarf að hafa með sér og er sá listi ekki tæmandi. Datt í hug að leifa ykkur að sjá aðeins örlítið brot.

1. tjald/tjaldvagn/fellihýsi eða hjólhýsi eða eitthvað álíka til gistingar á mótum. Getur verið þreytandi að þurfa að keyra á milli.

2. nokkur pör af fótboltaskóm, legghlífum og hönskum (ótrúlegt hve margir krakkar koma án einhvers af þessu og því gott að hafa til að lána).

3. Nesti og drykki

4. sólarvörn og plástra

5. teppi til að vefja utan um krakkana

6. vera velklætt foreldri sem stendur yfirleitt í roki á hliðarlínunni. Getur orðið kalt.

7. slatta af teppum og púðum til að setjast á í brekkunni á milli leikja.

8. taka með útilegustóla. Bráðnauðsynlegt fyrir þunga rassa og stirða fætur.

Þetta er allt fyrir utan dótið sem fylgir því að gista, svo sem svefnpokar/sængur, matur, aukaföt, eyðslufé, sundföt, handklæði og ótrúlega margt fleira.

En þrátt fyrir allt þetta er svo gaman að fara á þessi fótboltamót með krökkunum og vonandi verða fleiri mót farin.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stellan

Höfundur

Stella Jórunn A Levy
Stella Jórunn A Levy
Stellan er forvitin og hefur áhuga á flestu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ..._005_580441
  • ..._folder_011
  • ..._folder_015
  • ..._folder_009
  • Jenný Dögg táknaði Eldinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband