20.6.2008 | 18:54
Nýja vinnan
Er komin í nýja vinnu. Er að vinna á sjúkrahúsinu á Hvammstanga við aðhlynningu aldraðra. Hef aldrei unnið við það áður svo mér kveið nú pínu fyrir fyrstu vakt. En ég var svo heppin með leiðbeinanda og kennara. Hún heitir Elísabet og er yndisleg kona. Hún er svo greinilega í réttu starfinu held ég. Þannig er að ég er að læra sjúkraliðann og hef svo aldrei unnið við aðhlynningu. Fannst því kominn tími til að prófa djobbið. Og mér líka þetta bara nokkuð vel þrátt fyrir ýmis mannleg mistök sem þarf að þrífa og svona. Bróðir minn, hann Jóhannes, er búinn að vera eitthvað að stríða mér með þetta því mér finnst öll mannleg mistök frekar ógeðfelld. Nú held ég að hann sé með veðmál við sjálfan sig um hvenær litla systir gefist upp en nei ég kem honum á óvart með því að finnast bara gaman í nýju vinnunni. Svo er heldur ekki leiðinlegt hvað búningurinn fer mér ótrúlega vel og gæti ég alveg séð fyrir mér að svissa bara yfir í hjúkrunarnám. Hmmm nei annars er frekar hrædd við nálar og stungur. Svo ég held mig bara við mannlegu mistökin í stað nálastungu.
Um bloggið
Stellan
Tenglar
Mínir tenglar
- Alda P
- Alma
- Anita Staðarbakka
- Aníta
- Anna Laufey
- Bessastaðabúið
- Daníel og Siggi Hólm
- Brynja
- Dísa
- Emelie
- Eydís
- Gunna Jóh
- Haddý á Hvalshöfða
- Hallfríður
- Helga og Palli
- Hrabbý
- Hrafnhildur Laufey
- Inga og Vignir
- Ingunn B
- Ingveldur
- Jón Rafnar
- Jóna Magga
- Kiddý
- Kjartan Síróp
- Kristín, Tóti og co
- Kristín Ýr
- Laugarbakkaskóli
- Maríanna og Garðar
- Okursíða Dr. Gunna
- Pottaklúbburinn
- Rakel Runólfs
- Sigga í Noregi
- Siggi Þórs
- Sirrý
- Solla
- Solla í Danmörku
- Sólrún
- Svanhildur Hólm
- Sæa
- Tóta og Gunni
- Veiðifélagið Öngull
- Vigdís Ósk frænka
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ.. fann sko bara óvart síðuna þina á netinu... ekki vissi ég að þú bloggaðir :)
en þú tókst þig ægilega vel út í nýja búningnum.... og ég get alveg sagt þér það að það er miklu skárra að stinga en vera stunginn.... og barasta ekkert mál !
þú getur bara æft þig á mér.....
kveðja
Ragga
Ragga (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 00:18
Ég vann í mörg á á ganginum, þe að hugsa um hina öldruðu, það gaf mér svo mikið, ég kynntist svo miklu á unga aldri sem að hefur svo allatíð í framtíðinni leitt mig áfram. Þetta starf vekur mann mikið til umhusunnar um lífið okkar tel ég. Ég alveg elskaði að vinna þarna frá 16 ára aldri, ég tala nú ekki um að fá að njóta aðfangadagskvöld eitt árið með vistmönnum. Það var alveg yndisleg reynsla.... Bestu Kv og gangi þér vel............
Erna Friðriksdóttir, 21.6.2008 kl. 13:53
Verð að bæta við að einn vistmaðurinn bauð mér í 100 ára afmæli sitt sem að ég auðvitað fór í :)................... þetta starf er svo .... ætla ekki að segja meira í bili
Erna Friðriksdóttir, 21.6.2008 kl. 13:55
Takk takk fyrir þetta stúlkur mínar. Ég er voða ánægð í vinnunni og Ragga þú veist ekki hvað þú ert að biðja um. Múúhahahaha. Erna mín skil ekki af hverju þú dreifst þig bara ekki í sjúkraliðann. Þú hefðir alveg verð flott í það.
Stella Jórunn A Levy, 22.6.2008 kl. 22:56
Hún litla systir mín er hörku kona, það hef ég alltaf vitað, enda kom ég að uppeldinu hennar og kenndi henni öll ljótu orðin sem hún mátti ekki kunna á unga aldri. Ég veit að hún stendur sig í jobbinu, þrátt fyrir "mannlegu mistökin". En -- skyldi hún líka dressa sig upp í hjúkkubúninginn fyrir karlinn sinn??
Jóhannes A. Levy (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.