17.6.2008 | 18:36
17. JÚNÍ
Til hamingju allir með daginn í dag og þá líka þeir sem eiga afmæli í dag. Pétur Þröstur til hamingju með 39 ára afmælisdaginn. Í dag er dagur til að vera stoltur Íslendingur eða það er mín skoðun. Í mér blundar alltaf pínkuponsara þjóðrembingur þó víðsýn og frjálshugsandi manneskja sé. Nema hvað sá litli rembingur sefur yfirleitt alla daga enda yrði hann ekki vinsæll í minni stórfjölskyldu. Því í henni leynast ýmsir skemmtilegir og áhugaverðir kvistir frá fleirum löndum en Íslandi sem gera fjölskylduboðin afar spennandi. Jæja þessi fjölskyldusaga kemur rembingnum ekkert við. Í dag var ein af mínum bestustu vinkonum Fjallkona sýslunnar okkar. Anna Birna heitir hún og stóð hún sig með miklum sóma þessi elska. Svo voru henni til aðstoðar tvær ungar stúlkur sem táknuðu Ís og Eld. Dóttir mín hún Jenný Dögg táknaði Eld og Jónína heitir svo stúlkan sem var Ís. Allt gekk vel og litlu skvísurnar stóðu sig með sóma. Þjóðarrembingurinn stökk hæð sína í loft upp yfir deginum og fékk hann að leika lausum hala. Ég er að henda inn myndum af þessu inn á myndaalbúmið. Endilega kíkið á stjörnur dagsins í Húnaþingi vestra.
Um bloggið
Stellan
Tenglar
Mínir tenglar
- Alda P
- Alma
- Anita Staðarbakka
- Aníta
- Anna Laufey
- Bessastaðabúið
- Daníel og Siggi Hólm
- Brynja
- Dísa
- Emelie
- Eydís
- Gunna Jóh
- Haddý á Hvalshöfða
- Hallfríður
- Helga og Palli
- Hrabbý
- Hrafnhildur Laufey
- Inga og Vignir
- Ingunn B
- Ingveldur
- Jón Rafnar
- Jóna Magga
- Kiddý
- Kjartan Síróp
- Kristín, Tóti og co
- Kristín Ýr
- Laugarbakkaskóli
- Maríanna og Garðar
- Okursíða Dr. Gunna
- Pottaklúbburinn
- Rakel Runólfs
- Sigga í Noregi
- Siggi Þórs
- Sirrý
- Solla
- Solla í Danmörku
- Sólrún
- Svanhildur Hólm
- Sæa
- Tóta og Gunni
- Veiðifélagið Öngull
- Vigdís Ósk frænka
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.