18.10.2008 | 12:48
spara og spara
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.10.2008 | 22:39
Ja hérna hér og hana nú!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2008 | 23:12
Herramaðurinn dularfulli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.9.2008 | 09:20
Æðisleg sýning og pirringur um leið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.9.2008 | 22:44
Fjólublái hatturinn og konur á ólíkum aldri með sjálfsmat.
Lítur í spegil og sér Drottningu!
8 ára:
Lítur í spegil og sér sjálfa sig sem Öskubusku/Þyrnirós!
15 ára:
Lítur í spegil og sér sjálfa sig sem
Öskubusku/Þyrnirós/Klappstíru eða ef hún er á túr sér: Feit/Bólur/LJÓT (Mamma, ég fer ekki í skólann svona!)
20 ára:
Lítur í spegil og sér: of feit/of mjó, of lítil/of stór, of
slétt hár/of krullað; en ákveður að þetta verði að duga.
30 ára:
Lítur í spegil og sér: of feit/of mjó, of lítil/of stór, of
slétt hár/of krullað; en segir að hún hafi ekki tíma til að laga það og
lætur það duga.
40 ára:
Lítur í spegil og sér: of feit/of mjó, of lítil/of stór, of
slétt hár/of krullað; en segir ;Ég er þó allavega hrein; og lætur það
duga.
50 ára:
Lítur í spegil og sér ;Ég er; og gerir það sem hana langar til.
60 ára:
Lítur í spegil og minnir sjálfa sig á það er til fólk á hennar
aldri sem getur ekki einu sinni séð sig í spegli lengur. Fer út og
sigrar heiminn.
70 ára: Lítur á sjálfa sig í spegli, sér visku, hlátur og möguleika.
Fer út og nýtur lífsins.
80 ára:
Hefur ekki fyrir því að líta í spegil. Setur bara upp fjólubláan
hatt, fer út og hefur gaman af lífinu.
Kannski ættum við allar að setja upp fjólubláa hattinn fyrr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2008 | 22:40
Hættulegt hættulegt
Ég las eina grein hér um daginn að alkahól væri hættulegt!!!!!!!!!!
Ég varð skíthrædd!!!!!!!
Svo að ég ákvað að hætta!!!
Frá og með morgundeginum er ég hætt að lesa!!!!!!!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2008 | 23:33
Nýju starfsmannareglurnar
Reglur þessar taka nú þegar gildi.
Starfsmannafatnaður:
Það er ætlast til þess að þú komir klædd/ur í vinnuna þína í samræmi við launatekjur þínar.
Ef þú mætir klædd/ur í 40 þúsund króna Prada strigaskóm eða er með 80 þúsund króna Gucci handtösku, gerum við ráð fyrir að þú sért á nógu góðum launum og þurfir alls enga
launahækkun. Ef þú kemur fátæklega klædd/ur biðjum við þig að fara betur með peningana þína, svo þú getur keypt þér betri/fallegri föt. Ef þú aftur á móti ert einhvers staðar þarna á milli ert þú sennilega á réttum stað og þarft enga launahækkun.
Veikindadagar:
Við tökum ekki lengur á móti læknisvottorðum. Ef þú getur farið til læknis og fengið hjá honum vottorð, geturðu alveg eins mætt í vinnu.
Aðgerð:
Uppskurðir/aðgerðir eru nú bannaðar. Svo lengi sem þú ert starfsmaður hérna, þarftu á öllum þínum líffærum að halda. Og ættir þess vegna alls ekki að láta fjarlægja neitt. Þú varst ráðinn með öll líffæri og ef það breytist á einhvern hátt er það brot á ráðningasamningi þínum.
Persónulegt leyfi fyrir utan orlofs.
Hvern launþegi fær 104 daga á ári til að sinna einkaerindum. Þeir dagar eru kallaðir laugardagar og sunnudagar.
Orlofsdagar:
Allir starfsmenn eiga að taka orlofsdagana síma á sama tíma á hverju ári. Þeir dagar eru
24 desember (e.hádegi)25 desember, 26 desember, 31 desember (e.hádegi) 1 janúar, skírdagur, föstudagurinn langi, annar í páskum, og frídagur verslunarmanna. Og eftirtaldir dagar ef þeir bera upp á virkan dag. 1 maí og 17 júní.
Fjarvera vegna jarðarfara:
Það er ekki til nein afsökun fyrir því ef þú mætir ekki í vinnu. Það er ekkert sem þú getur heldur gert fyrir látna vini, ættingja eða samstarfsfólk. Reyna ætti af öllum mætti að láta aðra sjá um og mæta í jarðaför viðkomandi. Í sérstökum undantekningar tilvikum þar sem starfsmaður verður að mæta, skal jarðaförin tímasett seinnipart dags. Okkur er sönn ánægja að leyfa viðkomandi starfsmanni að vinna matartímann sinn upp í þær stundir sem hann yrði væntanlega fjarverandi.
Fjarvera vegna eigin dauða:
Þetta er líklega eina fjarveran sem við tökum til greina. Samt sem áður er ætlast til þess að starfsmaður gefi okkur alla vega tveggja vikna fyrirvara svo hægt sé að aðlaga og taka nýjan starfskraft inn í þitt starf.
W.C ferðir:
Allt of mikill tími fer í salernisferðir hjá starfsmönnum. Í framtíðinni verður þannig hátturinn á að að nota stafrófið sem hjálpartæki. T.d nöfn sem byrja á "A" eiga að nota salernið frá 08:00-08:20, nöfn sem byrja á "B" frá 08:20-08:40 og svo frv. Ef svo óheppilega vill til að þú einhverra hluta vegna kemst ekki á salernið á umsömdum tíma verður þú að bíða næsta dag. Í algjörum neyðartilfellum, mega starfsmenn þó skipta út sínum tíma . Þá verður það að vera skriflegt og undirskrifað af ykkar verkstjórum.
Hámarkstími eru 3 mín, og ef þú ferð yfir þann tíma mun hringing fara í gang, klósettrúllan rúllast upp til baka, dyrnar verða opnaðar og af þér verður tekin mynd. Hún verður síðan sett upp á auglýsingatöflu öðrum til varnaðar.
Hádegisverðarhlé:
Mjög grannt fólk fá 30 mínútna hádegisverðarhlé, þar sem það verður að borða meira og líta betur út. Fólk í kjörþyngd fær 15 mínútna hádegisverðarhlé, og fær tækifæri á að borða sinn mat til að viðhalda góðri líkamsþyngd. Feitt fólk fær 5 mínútna hádegisverðarhlé, sem er fullnægur tími til að drekka Herbalife og taka inn megrunartöfluna sína.
Svo þökkum við ykkur fyrir tryggð við stofnunina. Við erum til staðar og reynum að skapa skemmtilegan og jákvæðan starfsmanna móral. Þess vegna óskum við eftir því að allar spurningar, athugasemdir, áhyggjur, kvartanir, ásakanir, illska og leiðindi verði beint eitthvað annað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.9.2008 | 15:01
Vetur konungur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2008 | 21:47
Hugmyndaflæði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.9.2008 | 10:37
Dagbókarfærsla kafteinsins.
Jæja gott fólk. Þá er runnið upp skeið bloggsins. Þar sem ég nenni ekki að fara að læra eða skutlast til Hvammstanga í annars bráðnauðsynlegum erindum þá ákvað ég bara að blogga. Margt hefur nú bara gerst í sumar og skal nú upptalið það helsta. Læt það ógert að minnast á hluti eins og að ég náði að taka til og henda húsdraugnum út, endurhanna hjónaherbergið og að drepa húsflugur með afar öflugum rafmagnsspaða. Því jú ég er að reyna að halda í friðelskandilúkkið sem hefur tekið mig nokkurn tíma að vinna í. Nóg af bullinu á samt eftir að koma í vetur. En hvað hefur á daga Jörfafrúarinnar drifið. Jú frúin vann á við aðhlynningu á sjúkrahúsinu í sumar og líkaði vel. Já mér fannst starfið gefandi og oft á tímum skemmtilegt. Auðvitað var vibbi inn á milli en það er bara áskorun fyrir konu sem ólgar yfir mannlegum mistökum. Bunki þar í reynslubankann sjáiði til. Svo var haldið á allavegana mót, fótboltamót, ættarmót og ég veit bara ekki hvað. T.d. á ættarmótinu var ekkispáð rigningu en hvað gerðist. Jú það rigndi og við í tjöldum. Krakkarnir ekki með stigvél og regnstakk. Ég tala nú ekki um hárið sem var aldrei til friðs og því til lítils að gellast eitthvað. En fyrir utan rigningu og vosbúð skemmtu allir sér dæmalaust vel. Komumst að því að dóttirin á tvífara í ættinni sem hvað eftir annað var ruglast á. Svo kom að því að sólhúsið var reist, mörgum vininum til hopps og hí. Það kom sem sagt maður til að setja það upp og hann var hreinlega enga stund við þetta aleinn maðurinn. En það er heilmikið verk eftir inni sem verður reynt að klára fyrir haustið 2009. Hlakka mikið til að fara að hreiðra um mig í heitum potti á köldum vetrarkvöldum og með snarkandi eld í kamínunni góðu. Ekki spillir þá að hafa bjór í annarri og m....... í hinni. En svo gerðist það 4. ágúst að eiginmaðurinn fótbraut sig. Sennilega með vilja gert til að fá loksins 6 -8 vikna sumarfrí. Svo búin að sjá í gegnum þetta hjá honum. Hann fótbrotnaði við það að eltast við kú í fjósinu á fjósatíma. Hvers vegna gæti einhver spurt sig var hann að eltast við kúna í stað þess að mjólka. Ja málið er að hún slapp í gegn og hann var að reka hana til baka. Stóð meira í annan fótinn og kúin sletti til einni af sínum fráu fótum og beint í húsbóndann. Ja svona getur farið þegar slett er úr klaufunum krakkar mínir! Þetta varð til þess að ferðir til Akureyrar hafa aldrei verið tíðari. Svo fór hann í margar tegundir af gifsum og stígvélum. Eða eins og sonur minn kallar stígvélið, Star wars skórinn. Svo var nú eitthvað meira brallað. Stóðið var rekið á heiðina einn góðan dag í fylgd fullorðinna og barna. Við Sæa og Sigga tókum okkar tíma í þetta og stoppuðum oft. T.d. stoppuðum við á sveitakrá og svo á næsta bæ og á næsta bæ. Þetta varð auðvitað til þess að við urðum langsíðastar. Auðvitað var Bakkus með í för og ég drakk heldur of mikið. Sem gerist reyndar alls ekki oft. Reyni yfirleitt að passa mig. Nema hvað ég varð víst ofurölvi einni ungri konu til mikillar skemmtunnar. Tek það fram að hún er ekki í okkar vinahóp og þekkjum við hana bara ekkert. Ekki var það nú nóg fyrir hana að hlakka yfir minni ölvun heldur varð hún að skemmta sér yfir annarra kvenna ölvun líka. Hmmmm skyldi þessi ákveðna unga kona aldrei hafa drukkið meira en einn bjór, alltaf passað sig og aldrei drukkið of mikið. Veit það ekki og langar ekkert til að vita það. Ýmislegt fleira smálegt var nú líka brallað eins og að hjálpa ekki Brynju að flytja af því að Það var allt búið þegar ég kom á staðinn. Að maður tali um stórverslunarferðina suður fyrir skólabyrjun. Það fuku margir 100 þúsund kallar í þeirri ferð og var veskið ótrúlega þunnt eftir þá ferð. Nú hef ég tínt til svona það helsta en sleppi smámunum eins og aðhalds- og megrunarfréttum frúarinnar. Reyndar langar mig til að minnast á það þegar ég var að vinna 1. verkefnið í íþr. 113 í fjarnáminu. Átti að fylla út heilsufarsskýrslu í bland við áhuga á íþróttum. Þeir sem þekkja mig vel vita að ég er af stofni sófadýra með ofnæmi fyrir ofmiklu sprikli. En vegna sjúkraliðanámsins verð ég að taka einhvern áfanga í íþróttum, jæja þetta er útúrdúr frá efninu. Alla vega þá held ég að kennarinn hafi hlegið við lesturinn því svörin vor á þessa leið frá mér: lágmarks þol, styrkur og liðleiki. Bara slæmska í liðamótum. Ég skemmti mér allavegana ágætlega yfir þessu verkefni.
Jæja nóg af rausi í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Stellan
Tenglar
Mínir tenglar
- Alda P
- Alma
- Anita Staðarbakka
- Aníta
- Anna Laufey
- Bessastaðabúið
- Daníel og Siggi Hólm
- Brynja
- Dísa
- Emelie
- Eydís
- Gunna Jóh
- Haddý á Hvalshöfða
- Hallfríður
- Helga og Palli
- Hrabbý
- Hrafnhildur Laufey
- Inga og Vignir
- Ingunn B
- Ingveldur
- Jón Rafnar
- Jóna Magga
- Kiddý
- Kjartan Síróp
- Kristín, Tóti og co
- Kristín Ýr
- Laugarbakkaskóli
- Maríanna og Garðar
- Okursíða Dr. Gunna
- Pottaklúbburinn
- Rakel Runólfs
- Sigga í Noregi
- Siggi Þórs
- Sirrý
- Solla
- Solla í Danmörku
- Sólrún
- Svanhildur Hólm
- Sæa
- Tóta og Gunni
- Veiðifélagið Öngull
- Vigdís Ósk frænka
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar