Nýju starfsmannareglurnar

Uppfærð handbók starfsmannsins.
 
Reglur þessar taka nú þegar gildi.
 
Starfsmannafatnaður:
Það er ætlast til þess að þú komir klædd/ur  í vinnuna þína í samræmi við launatekjur þínar.
Ef þú mætir klædd/ur í 40 þúsund króna Prada strigaskóm eða er með 80 þúsund króna Gucci handtösku, gerum við ráð fyrir að þú sért á nógu góðum launum og þurfir alls enga
launahækkun.  Ef þú kemur fátæklega klædd/ur biðjum við þig að fara betur með peningana þína, svo þú getur keypt þér betri/fallegri föt.  Ef þú aftur á móti ert einhvers staðar þarna á milli ert þú sennilega á réttum stað og þarft enga launahækkun.
 
Veikindadagar:
Við tökum ekki lengur á móti læknisvottorðum. Ef þú getur farið til læknis og fengið hjá honum vottorð, geturðu alveg eins mætt í vinnu.
 
Aðgerð:
Uppskurðir/aðgerðir eru nú bannaðar. Svo lengi sem þú ert starfsmaður hérna, þarftu á öllum þínum líffærum að halda. Og ættir þess vegna alls ekki að láta fjarlægja neitt. Þú varst ráðinn með öll líffæri og ef það breytist á einhvern hátt er það brot á ráðningasamningi þínum.
 
Persónulegt leyfi fyrir utan orlofs.
Hvern launþegi fær 104 daga á ári til að sinna einkaerindum. Þeir dagar eru kallaðir laugardagar og sunnudagar.
 
Orlofsdagar:
Allir starfsmenn eiga að taka orlofsdagana síma á sama tíma á hverju ári. Þeir dagar eru
24 desember (e.hádegi)25 desember, 26 desember,  31 desember (e.hádegi) 1 janúar, skírdagur, föstudagurinn langi, annar í páskum, og frídagur verslunarmanna.  Og eftirtaldir dagar ef þeir bera upp á virkan dag.  1 maí og 17 júní.
 
Fjarvera vegna jarðarfara:
Það er ekki til nein afsökun fyrir því ef þú mætir ekki í vinnu. Það er ekkert sem þú getur heldur gert fyrir látna vini, ættingja eða samstarfsfólk. Reyna ætti af öllum mætti að láta aðra sjá um og mæta í jarðaför viðkomandi. Í sérstökum undantekningar tilvikum þar sem starfsmaður verður að mæta, skal jarðaförin tímasett seinnipart dags. Okkur er sönn ánægja að leyfa viðkomandi starfsmanni að vinna matartímann sinn upp í þær stundir sem hann yrði væntanlega fjarverandi.
 
Fjarvera vegna eigin dauða:
Þetta er líklega eina fjarveran sem við tökum til greina. Samt sem áður er ætlast til þess að starfsmaður gefi okkur alla vega tveggja vikna fyrirvara svo hægt sé að aðlaga og taka nýjan starfskraft inn í þitt starf.
 
W.C ferðir:
Allt of mikill tími fer í salernisferðir hjá starfsmönnum. Í framtíðinni  verður þannig hátturinn á að að nota stafrófið sem hjálpartæki. T.d nöfn sem byrja á "A" eiga að nota salernið frá 08:00-08:20, nöfn sem byrja á "B" frá 08:20-08:40 og svo frv. Ef svo óheppilega vill til að þú einhverra hluta vegna kemst ekki á salernið á umsömdum tíma verður þú að bíða næsta dag. Í algjörum neyðartilfellum, mega starfsmenn þó skipta út sínum tíma . Þá verður það að vera skriflegt og undirskrifað af ykkar verkstjórum.
Hámarkstími eru 3 mín, og ef þú ferð yfir þann tíma mun hringing fara í gang, klósettrúllan rúllast upp til baka, dyrnar verða opnaðar og af þér verður tekin mynd. Hún verður síðan sett upp á auglýsingatöflu öðrum til varnaðar.
 
 
Hádegisverðarhlé:
Mjög grannt fólk fá 30 mínútna hádegisverðarhlé, þar sem það verður að borða meira og líta betur út. Fólk í kjörþyngd fær 15 mínútna hádegisverðarhlé, og fær tækifæri á að borða sinn mat til að viðhalda góðri líkamsþyngd. Feitt fólk fær 5 mínútna hádegisverðarhlé,  sem er fullnægur tími til að drekka Herbalife og taka inn megrunartöfluna sína.
 
Svo þökkum við ykkur fyrir tryggð við stofnunina. Við erum til staðar og reynum að skapa skemmtilegan og jákvæðan starfsmanna – móral. Þess vegna óskum við eftir því að allar spurningar, athugasemdir, áhyggjur, kvartanir, ásakanir, illska og leiðindi  verði beint eitthvað annað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bwahahaha .... hvar ert þú að vinna???

Sæa (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 16:44

2 Smámynd: Stella Jórunn A Levy

Hmmm leikskólinn í hnotskurn!

Stella Jórunn A Levy, 24.9.2008 kl. 21:13

3 identicon

ég segi nú bara eins og Sæa...bwahahahahha... svona er þetta líka hjá mínu fyrirtæki, ég er reyndar ein að vinna þar, sem segir okkur það að ef ég brýt reglurnar þá skamma ég mig sjálf.

Brynja (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stellan

Höfundur

Stella Jórunn A Levy
Stella Jórunn A Levy
Stellan er forvitin og hefur áhuga á flestu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ..._005_580441
  • ..._folder_011
  • ..._folder_015
  • ..._folder_009
  • Jenný Dögg táknaði Eldinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband